top of page
IMG_4928_edited.jpg

Birta Iðjuþjálfun

Þjónusta fyrir einstaklinga og hópa

Birta iðjuþjálfun er stafrækt af Dagbjörtu Birgisdóttur iðjuþjálfa. Þjónustan er hugsuð til þess að auka aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa í Borgarbyggð og veita ýmsan fróðleik með hugmyndarfræði og hugsjón iðjuþjálfunar að leiðarljósi. 

Dagbjört Birgisdóttir

Hæ! Ég heiti Dagbjört og ég er iðjuþjálfi við Birtu iðjuþjálfun. Auk þess að vera iðjuþjálfi þá hef ég lokið diplómunámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði.  ​

Einnig er ég YinYoga kennari og nýti hugmyndafræðina óspart í þjálfun og þjónustu.

 

Birta iðjuþjálfun er hugsuð til þess að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga, hópa og vinnustaði í Borgarfirði og Vesturlandi (og jafnvel víðar).​

 

. Áfallamiðuð nálgun er í forgrunni í allri þjálfun og þjónustu en ég tel að það sé mikilvægur þáttur þegar unnið er með einstaklingum.

Ég nýti nálgun náttúrumeðferðar í þjónustu minni enda er náttúran í Borgarfirðinum engri lík.  ​​

 

Takk fyrir að skoða síðuna mína! 

Dagbjört Birgisdóttir
IMG_4935.JPG

Birta iðjuþjálfun starfar samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018 og er með starfsleyfi sem iðjuþjálfi frá Embætti landlæknis.

bottom of page