Einstaklingsþjónusta
Birta bíður upp á þjónustu iðjuþjálfa fyrir einstaklinga.
Skynúrvinnslumat og ráðleggingar
Lagt er fyrir matstækið Sensory Profile til þess að meta skynúrvinnslu einstaklinga. Með því að meta og kortleggja skynúrvinnslu einstaklinga er mögulegt að sjá hindranir í umhverfinu og þannig aðlaga umhverfi að einstakling.

Aðstoð við hjálpartæki og aðlögun umhverfis
Birta veitir ráðleggingar um viðeigandi hjálpartæki, aðstoð við uppsetningu og aðlögun umhverfis. Einnig er veitt aðstoð við umsókn og val á hjálpartækjum.

Aðstoð fyrir einstaklinga að stunda þýðingarmikla iðju
Hugmyndafræði iðjuþjálfunar leggur áherslu á að einstaklingar hafi tækifæri til að stunda þýðingarmikla iðju. Margar hindranir liggja fyrir í samfélaginu sem gerir það oft að verkum að einstaklingar geta ekki stundað þá iðju sem þeir vilja og detta úr virkni.
Einnig búa ýmsar hindranir innra með einstaklingum og með ýmsum matstækjum, ráðleggingum og markmiðasetningu aðstoðar Birta iðjuþjálfun einstaklinga við að finna lausnir til að stunda þá iðju sem þeir óska.

Grounding/slökun
Grounding er tegund af slökun sem er boðið uppá hjá Birtu iðjuþjálfun. Grounding er nudd með boltum sem er ætlað til að draga úr kvíða og streitu, hjálpar taugakerfinu að ná ró og losar um spennu. Grounding getur bætt jafnvægi milli líkama og umhverfis og aukið vellíðan.
Tímarnir eru í hálftíma í senn en alltaf möguleiki á því að bæta við tíma ef viðkomandi vill samtalsmeðferð í kjölfarið.

